Halldór Laxness
(1902 - 1998)
Fréttir

_287_327_c1.jpg)
Joan Jonas á Gljúfrasteini

Samtal um skáldskap og myndlist: Joan Jonas og Ragnar Kjartansson

Skrýtnastur er maður sjálfur í sumar
Stofutónleikar sumarið 2025
Viðburðir

Síðustu tónleikar sumarsins - Valdimar og Örn flytja íslenskar perlur
Sunnudaginn 31. ágúst kl. 16 er komið að síðustu stofutónleikum sumarsins á Gljúfrasteini!

Í túninu heima - frítt
Í tilefni af bæjarhátíðinni Í túninu heima verður frítt inn laugardaginn 30. ágúst frá kl. 10 - 17.

GDRN & Magnús Jóhann blaða í nótnasafni Magnúsar Á. Árnasonar
GDRN og Magnús Jóhann munu blaða í nótnasafni Magnúsar Á. Árnasonar á stofutónleikum Gljúfrasteins sunnudaginn 24. ágúst kl. 16. Missið ekki af einstökum viðburði.

Jónas & Heine
Sunnudaginn 17. ágúst kl. 16 flytja Kristín Einarsdóttir Mäntylä sópran og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari lög við ljóð Jónasar Hallgrímssonar og Heinrich Heine á Gljúfrasteini

Meyra ástin – safarík og viðkvæm ástarlög
Gunnlaugur Bjarnason söngvari og Einar Bjartur Egilsson píanóleikari flytja ástarlög frá ýmsum löndum sem ná yfir ríflega 150 ára tímabil.
Sá sem ekki lifir í skáldskap lifir ekki af hér á jörðinni.Kristnihald undir Jökli, 1968

Halldór Laxness
Halldór Laxness fæddist 23. apríl 1902 í Reykjavík. Hann gaf út sína fyrstu skáldsögu árið 1919 og þar með var hafinn glæstur rithöfundarferill er stóð næstu áratugi.
Halldór dvaldist langdvölum erlendis, en átti fast heimili að Gljúfrasteini í Mosfellssveit frá 1945.