GDRN og Magnús Jóhann munu blaða í nótnasafni Magnúsar Á. Árnasonar á stofutónleikum Gljúfrasteins sunnudaginn 24. ágúst kl. 16. Missið ekki af einstökum viðburði.
Sunnudaginn 17. ágúst kl. 16 flytja Kristín Einarsdóttir Mäntylä sópran og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari lög við ljóð Jónasar Hallgrímssonar og Heinrich Heine á Gljúfrasteini
Sá sem ekki lifir í skáldskap lifir ekki af hér á jörðinni.
Kristnihald undir Jökli, 1968
Halldór Laxness
Halldór Laxness fæddist 23. apríl 1902 í Reykjavík. Hann gaf út sína fyrstu skáldsögu árið 1919 og þar með var hafinn glæstur rithöfundarferill er stóð næstu áratugi.
Halldór dvaldist langdvölum erlendis, en átti fast heimili að Gljúfrasteini í Mosfellssveit frá 1945.
Staðsetning
Gljúfrasteinn er á leiðinni til Þingvalla í Mosfellsdal í Mosfellsbæ. Um 20 mínútur tekur að aka frá Reykjavík að Gljúfrasteini.
Hægt er að taka strætisvagn að Laxnesi í Mosfellsdal og ganga þaðan að Gljúfrasteini. Athugið að ekið er með fólk í leigubíl frá stoppistöðinni við Háholt í Mosfellsbæ upp í Mosfellsdal.